Minningar starfsfólks í Krossinum

Í lokuðum hópi á Facebook tjáðu fyrrum starfstúlkur sig nokkuð um minningar sínar frá þeim tíma sem þær störfuðu í Krossinum.

Hér fyrir neðan má lesa það sem þær skrifuðu, en fyrst eru hlekkir á þrjár lengri frásagnir.
Ég tók viðtal við Höllu, en Hrefna og Kristín skráðu minningar sínar.

halla.jpg

Halla Bjarnadóttir

Halla starfaði sem fóstra í Krossinum sumarið 1956.

Hrefna Hjálmarsdóttir.jpg

Hrefna Hjálmarsdóttir

Hrefna starfaði sem fóstra í Krossinum sumarið 1959

kristín.jpg

Kristín Ágústsdóttir

Kristín starfaði í Krossinum í þrjú sumur frá 1967 til 1969, fyrst í eldhúsi og borðstofu en síðasta sumarið í afleysingum.

Hér fyrir neðan eru minningabrot fleiri starfsmanna.

hallfridur.jpg

Hallfríður Konráðsdóttir
Sé þetta alveg fyrir mér! Við tvær unglingsstúlkur í litlu herbergi ca 5 fermetrar og 30 börn í svefnskála inn af herberginu okkar. Við pössuðum upp á að börnin væru öll sofnuð áður við fórum að sofa . Man að ég fór með bæn og söng fyrir þau börn sem áttu erfitt með að sofna. Flest börnin voru þreytt eftir útiveru dagsins og sofnuðu vært.

valgerður.jpg

Valgerður Jónsdóttir
Ég man eftir því að fyrsta máltíð barnanna þegar þau komu var skyr og rúgbrauð með kæfu. Sum fengu í magann og Jóna sagði að það væri vegna þess að heima hjá þeim væri borðað franskbrauð, mig minnir að hún hafi sagt “með sultu”.

hulda kolbr.jpg

Hulda Kolbrún Guðjónsdóttir
Það voru 30 börn í hverjum skála. Við vorum þrjár sem gættum barnanna í hverjum skála og vorum með svefnherbergi á milli þeirra.
Ég man eftir að hafa eitt sinn baðað 2-3 stráka, sem höfðu dottið í skítaskurð sem var í nágrenninu og líka, að hafa spilað undir söng í borðsalnum þarna þetta sumar sem ég var - 1970.

Var reyndar ekki allan tímann, því ég fótbrotnaði á Skálholtshátíð í lok júlí og missti því af verslunarmannahelgarballinu sem ég var búin að hlakka mikið til.

holmfr.jpg

Hólmfríður Ingólfsdóttir Í þvottahúsinu réði Rúna frænka (Sigrún Jónsdóttir) ríkjum í strauherberginu í fjölda ára. Hún var fötluð frá barnæsku vegna lömunarveiki, afskaplega dugleg, vel gerð og hjartahlý manneskja. Þegar eitthvað bjátaði á hjá litlu krökkunum, heimþráin að fara með þau, þá voru þau send í strauherbergið til Rúnu, sem huggaði þau á sinn ljúfa hátt. Rúna er enn á lífi á tíræðis aldri.

gudrunkr.jpg


Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir

Ég vann þarna 1971 sem var síðasta sumarið í Laugarási og var Gígja forstöðukona. Ég vann einnig næsta sumar á eftir en þá voru sumarbúðirnar reknar að Hlaðgerðarkoti og líka Silungarpolli ef ég man rétt. 

Uppfært 12/2018