Vesturstöpull Hvítárbrúar

Í dag er síðasti vetrardagur og ekki seinna vænna að koma frá einu verkefna vetrarins, en það er að stofni til viðtal við höfðingja sem ber nafnið Sigurður Sigurdórsson og fæddist í Götu í Hrunamannahreppi árið 1933 og fór síðan sína leið í gegnum lífið, þar sem hann enn brunar áfram með bæði húsbíl og fellihýsi. Ég hitti hann fyrst þegar brúarljósin voru tendruð í lok október s.l. og í framhaldinu settumst við niður heima hjá honum. þar sem hann sagði mér frá sumrinu 1953, þegar hann starfaði við að hefja byggingu brúarinnar yfir Hvítá hjá Iðu.

Nú þykist ég vera kominn með þetta verk á þann stað að óhætt sé að opna fyrir það í þessum vef. Sem fyrr vil ég gjarnan fá ábendingar um það sem réttara kann að reynast, ekki síst um allt fólkið sem kemur við sögu.

Það er ekkert víst að umfjöllun um þetta upphaf brúarsmíðinnar ljúki með þessu þar sem ég hef fengið vísbendinu um að minnsta kosti einn hressan karl til viðbótar, sem mun búa yfir sérlega góðu minni - hver veit?