Hitaveitan 1964-1981

Þá held ég að ég sé búinn að gera sögu Hitaveitu Laugaráss nokkur skil, frá upphafsárum veitunnar, til þess tíma þegar Biskupstungnareppur tók hana að sér, eða fékk hana í fangið. Þessi ár voru ansi átakamikil á köflum og heilmiklar tilfinningar í spilinu. Ég hef reynt að að fara eins fínt og mér hefur verið unnt um ýmislegt sem átti sér stað, en áhugasamir lesendur verða bara að reyna að lesa á milli línanna.
Áttundi áratugurinn og fram á þann níunda voru mikil verðbólguár, sem bættist ofan á ýmsa byrjunarerfiðleika sem við var að fást. Hitaveita, þar sem öruggur rekstur skipti sköpum fyrir lífsafkomu stórs hluta notenda, gat ekki orðið annað en tilfinningamál. Hvað ef rafmagnið fer, eða ljósavélin bilar um miðjan janúar í hörkugaddi?

Já, þetta voru áhugaverðir tímar.