Hitaveitan 1980-2002 og viðtal við veitustjórann

Ætli megi ekki fullyrða, að án jarðhitans hefði Þorpið í skóginum aldrei orðið að því sem varð. Lengi vel var jarðhitinn ekki til mikils gagns, svo sem, nema til þvotta eða baða. Hann þótti jafnvel að sumu leyti til óþurftar, enda varð hann stundum búfénaði að aldurtila.

Nýting hveranna til húshitunar hófst með því fyrsti læknisbústaðurinn í Laugarási var hitaður upp og síðan hófst nýting til ræktunar í gróðurhúsum árið 1940 og eftir það varð ekki aftur snúið. Árið 1964 tók Hitaveita Laugaráss til starfa.

Nú tel ég mig vera búinn að ná nokkurveginn utan um nýtingu jarðhitans í gegnum síðustu öld, í það minnsta og opna því fyrir það efni sem að þessu lýtur.

Tveir kaflar um nýtingu jarðhitans hafa þegar verið birtir:

Nýting jarðhitans í Laugarási og Hitaveitan í Laugarási frá 1964 til 1980.

Nú bætist tvennt við:

Hitaveita Laugaráss 1980-2002

  • samantekt, sem byggir á því sem skráð hefur verið í fundargerðabækur, og

„Þetta er náttúrulega orðið mitt ævistarf, þessi ósköp.“

  • viðtal við Benedikt Skúlason, sem starfaði við Hitaveitu Laugaráss, sem gæslumaður og síðar veitustjóri, frá árinu 1980 og þar til veitan varð hluti af Biskupstungnaveitu árið 2002.