Laugarásjörðin 1953-1973

Á þessu tuttugu ára tímabil átti sér stað mjög hröð þróun í Laugarási. Það má segja að tvennt hafi aðallega komið til: garðyrkjulóðir í Hveragerði voru uppurnar og það kom ný brú yfir Hvítá. Ég held að þennan tíma megi telja einna merkilegastan í sögu Þorpsins í skóginum. Ungt fólk streymdi á staðinn og börnin fæddust og uxu úr grasi, hvert af öðru. Oddvitanefndin hafði í nógu að snúast og svo var komið undir lok tímabilsins, að stjórnsýslan í kringum þetta allt saman var að verða ansi flókin. Ætli stærsti einstaki atburðurinn hafi ekki verið sá, að undir lok þessa tímabils lagðist hefðbundinn búskapur af og atvinna á staðnum einskorðast að mestu við ylrækt og heilbrigðisþjónustu.
Ég er nú búinn að taka saman það sem segir um þessi mál og fleiri, í fundargerðum oddvitanefndar Laugaráshéraðs frá þessum árum.

Nýting jarðarinnar frá 1953-1973

Myndin tók Ingibjörg Bjarnadóttir fyrir utan Gamla bæinn í Hveratúni á 7. áratugnum. Þar má líta 4 uppvaxandi Laugarásbúa, en þeir eru f.v. Magnús Skúlason, Benedikt Skúlason , Bjarni Harðarson og Atli harðarson.