Að skipta á heitu vatni og köldu.

Laugarásbúar fengu kalt vatn frá Iðu frá 1964 og allt þar til Vatnsveitufélaginu var slitið og Biskupstungnahreppur tók alfarið við öflun og dreifingu á köldu vatni. Það er víst ekki ofsagt að það gekk talsvert á varðandi kalda vatnið frá Iðu og heita vatnið til baka.

Þar sem ég ég hef ekki komist enn yfir fundagerðabækur stjórnar hitaveitu Laugaráss, eftir að hitaveitan fékk sjálfstæða stjórn, veit ég ekki nákvæmlega hvort á endanum urðu einhverjar lyktir þeirra deilumála sem þarna voru uppi.

Þessar deilur eru ekki lengur fyrir hendi, enda margt orðið breytt. Ég er nú búinn að taka saman það sem ég hef fundið um þessar deilur í gjörðabókum oddvitanefndarinnar, Vatnsveitufélags Laugaráss og Biskupstungnahrepps.

Samantektin: Kalt vatn í skiptum fyrir heitt - Iðumál