Spurningar

Mér er það ljóst að sýslumannsembættið á Suðurlandi geymir tilteknar staðreyndir varðandi húsin í Laugarási. Ég á að geta aflað mér þar upplýsinga um eigendur hverju sinni. Það sem þar er að finna, er hinsvegar bara beinagrindin, en það vantar “kjötið”.
Mig langar að reyna að fá sem mest kjöt á beinin, til þess að upplýsingarnar sem vefurinn geymir verði sem “safaríkastar”. Það er í því skyni sem ég ber hér fram þá ósk, að núverandi Laugarásbúar, sem þetta sjá, deili með vefnum þeim upplýsingum um sig og sitt, sem þeir treysta sér til. Þetta á við um fyrrum Laugarásbúa.

Þetta er hægt að gera með ýmsu móti:
Til dæmis er netfangið mitt: pallsku gmail.com, síminn minn er 8989152 og svo er hægt að nálgast mig í gegnum facebook.

Ég geri mér auðvitað grein fyrir, að fólk er misjafnlega tilbúið að greina frá högum sínum og virði það. Markmið mitt með vefnum laugaras.is er að safna saman efni sem snýst, ekki síst, um fólk, ekki bara um staðreyndir úr opinberum gögnum, eða skjalasöfnum.

Ef einhver ykkar sem þetta á við um, skyldu luma á sögum úr Laugarási, nú eða í fortíðinni, eru þær harla velkomnar, en þær þurfa að vera þess eðlis að geta megi sendandans.

Fullur vonar, bíð ég jákvæðra viðbragða. :)