Líf á símstöð

Það er með þetta, eins og margt annað. Ég ætlaði mér að gera lítillega grein fyrir því, hvernig símamálin þróuðust í Laugarási. Eitt leiddi af öðru og svo fór að ég settist niður með Garðari og Stennu, sem sáu um símstöðina í Aratungu frá því hún var flutt þangað 1961 og til ársins 1975. Þarna reynist vera um einkar áhugaverða sögu að ræða, sérstaklega fyrir fólk sem ekki man hvernig símamálum var háttað fyrir tíma Samsung Galaxy eða IPhone.

Á þessum degi, þegar 45 ár eru liðin frá því við frú Dröfn gengum í hjónaband í Skálholtsdómkirkju og elsti sonurinn var skírður, finnst mér við hæfi að opna aðgang að spjalli mínu við símstöðvarstjórana, en inn í það hef ég blandað heimildum annarsstaðar frá.

Síminn í Biskupstungum