Knútur Kristinsson - héraðslæknir 1947-1955

“Ég leit aldrei á mig sem mikinn lækni, og hafði minnimáttarkennd ef ég stóð andspænis verkefnum sem ég taldi mig ekki færan um að leysa. Hins vegar tókst mér, þrátt fyrir þetta, að koma mér vel við fólkið, og vinna mér nokkra tiltrú þess.” ( Leifturmyndir frá læknadögum, 1970)

Knútur Kristinsson var læknir í Laugarási þegar ég kom til skjalanna og fór að gera mig gildandi meðal íbúanna. Hann var þá farinn að nálgast sextugt.

Knútur var, þurfti, eins og fyrirrennarar hans, að treysta á Iðuferju og Auðsholtsferju til að fara í vitjanir til íbúanna fyrir austan/sunnan á. Það styttist þó í brúna.