Starfsfólk - lyf -búnaður

Það er stund milli stríða og ég opna fyrir aðgang á þrjá kafla:
Starfsfólk læknastöðvarinnar/heilsugæslustöðvarinnar gegnum tíðina, annað en læknar.
Sala á lyfjum fram til þess tíma þegar núverandi keðja tók hana að sér.
Búnaður stöðvarinnar og þá sérstaklega tækjakostur. Þarna tilgreini ég þær gjafir sem samtök, félög eða stofnanir hafa látið af hendi rakna.

Upplýsingarnar sem byggt er á við þessa þætti eiga, að langstærstum hluta, uppruna í fundargerðum heilsugæslustöðvarinnar og oddvitanefndarinnar. Það er vel líklegt, að þar hafi ekki verið getið alls, sem þörf væri að telja fram, eða gera grein fyrir og sannarlega væri mér þægð í því að fá sendar frekari upplýsingar og leiðréttingar.

Þessa kafla er að finna undir flipanum sem ber heitið læknishéraðið.

Loks bendi ég á, að það getur verið gagnlegt að lesa kaflann sem kallast UM VEFINN til að átta sig á ýmsu í tengslum við þetta brask hjá mér.