Þetta með símann .....

Nú er farið að styttast í konudag og blómabændur flytja bílfarma á sölustaði, svo fylgir bolludagur með öllum rjómabollunum og fiskbollunum og kjötbollunum, en sennilega ekki lengur með árissulum börnum sem ráðast inn í herbergi til fólks, hrópandi “BOLLA, BOLLA!”.
Bolludeginum fylgir síðan auðvitað sprengidagur, þegar fólk hámar í sig saltkjöt og baunir og strax í kjölfar hans öskudagur, þar sem sú tíð, að saumaðir voru litlir pokar, í þá sett aska og festur spotti með beygðum títuprjóni og börnin gerðu sér til gamans að hengja pokana aftan á grunlaust fólk. Stundum gekk fólk um með marga poka afan á sér, í ýmsum litum.

Siðirnir sem hér hafa verið nefndir hafa í sumum tilfellum tekið grundvallarbreytingum, alveg eins og líf fólks breyttist á tuttugustu öldinni með tilkomu og þróun símtækninnar.

Mér þykir við hæfi, í aðdraganda konudags og hinna þriggja daganna, að opna fyrir samantekt á því, hvernig síminn kom í uppsveitirnar og sérstaklega hvernig þróunin var síðan á læknissetrinu/læknamiðstöðinni/heilsugæslustöðinni.

Það má einning komast í þessa umfjöllun með því að smella á flipann læknishéraðið.