Þekkileg þorrabyrjun

Ekki finnst mér leiðinlegt að opna, á bóndadegi, aðgang að þeim þætti í sögu læknishéraðsins, sem fjallar um flutning læknissetursins frá Laugarásholti á Launréttarholt og þá uppbyggingu sem þar átti sér stað. Þetta tímabil nær yfir næstum 40 ár, eða frá 1959 til 1997.

Hér er um að ræða tvo þætti: annarsvegar þátt sem nefnist Á Launréttarholti, en hinsvegar þátt sem ber heitið Byggingarsaga heilsugæslustöðvar. Að stærstum hluta byggir fyrrnefndi þátturinn á fundargerðum oddvitanefndar og stjórnar heilsugæslustöðvarinnar, en sá síðari byggir á myndum og skýringum Jóns Eiríkssonar í Vorsabæ. Í lok hans er svo vísað í myndasafn Jóns, frá vígslu nýrrar heilsugæslustöðvar.