Konungshús - læknisbústaður - leiguhúsnæði

Megi þetta nýja ár færa okkur það sem við eigum skilið.

Það er við hæfi, nú þegar hátíðahöldum linnir og hversdagurinn tekur við, að birta samantekt um húsin sem hýstu læknana í Laugarási og fjölskyldur þeirra, þar til hús tóku að rísa við Launrétt. Fyrsti læknisbústaðurinn átti sér merka sögu, en reyndist ekkert sérlega vel í nýju hlutverki í Laugarási, en í því bjuggu læknafjölskyldur þó í ein 15 ár, eða þar til húsið sem enn stendur uppi á holti var byggt á síðari hluta fjórða áratugarins. Af einhverjum ástæðum hefur mér ekki tekist að komast yfir góðar myndir af þessu húsi og lýsi bara eftir þeim hér. Það er fremur erfitt að trúa því að það hafi ekki talist vera verðugt myndefni.

Saga þessara húsa er hluti af sögu læknishéraðsins og því setti ég hana undir flipann sem kallast LÆKNISHÉRAÐIÐ. Annars er hægt að smella hér fyrir neðan.