Af þorrablótum

Þorrablót Skálholtssóknar 1963-2019

Nú er mars að renna sitt skeið og fyrstu og að mörgu leyti erfiðustu mánuðir ársins (fyrir andann, allavega) að hverfa í sögunnar geymd. Er ekki upplagt, við þetta tækifæri, ekki síst þar sem kófið kom í veg fyrir þorrablót þessu sinni, að renna yfir farinn veg í þorrablótsmálum.

Þorrablótsnefndir Skálholtssóknar hafa skilið eftir sig ómetanleg, söguleg gögn sem tengjast þeim þorrablótum sem sóknin hefur staðið fyrir gegnum tíðina og ég fékk að komast í þau, auk þess sem mér áskotnuðust myndir frá þessum gleðskap (gleðsköpum?), bæði undirbúningi og framkvæmd.

Það er ekki hægt að líta framhjá þorrablótunum þegar mannlífið í Skálholtssókn er skoðað og því fær það sinn sess á þessum vef, undir flipanum MANNLÍF.

Mær þætti afar vænt um ef þið sem þetta lesið og kynnið ykkur og vitið mögulega betur, látið mig vita um það sem ekki er rétt með farið, eða má betur fara, ekki síst þætti mér vænt um að fá ábendingar, ef það sem þarna kemur fram telst fara út fyrir einhver mörk, eða telst ekki við hæfi.

Þorrablót Skálholtssóknar 1963-2019