Bætist við læknishéraðið

Ég ætlaði að opna á nokkra þætti í þessari sögu, í gær, á fullveldisdeginum, en ætli ég verði ekki bara að segja, að annir hafi gert þá fyrirætlan að engu.

Nú tel ég hinsvegar að mér ætti að vera óhætt að opna á nokkra þætti, sem falla undir sögu Grímsneslæknishéraðs og Laugaráslæknishéraðs.
Um er að ræða umfjöllun um samgöngur á svæðinu, vegi/brautir og ferjur (aðallega Iðuferju).
Þá læt ég fylgja með inngang að sögu læknishéraðsins og samantekt um sögu þess þar til það var flutt í Laugarás.
Stjórnarnefnd héraðsins, eða oddvitanefndin, svokallaða, fær sérstakan þátt, með því ég fer yfir þá oddvita sem komu að störfum í nefndinni frá 1922, þar til skömmu eftir síðustu aldamót.

Þetta eiga áhugasamir lesendur að geta fundið með því að smella á flipann sem ber nafnið LÆKNISHÉRAÐIÐ, hér efst.

Hér er um að ræða heilmikinn texta og prófarkalestur á skjá hefur reynst frekar óhentugur og má því reikna með lítilsháttar hnökrum, sem mér þætti afar vænt um að fá ábendingar um, frá glöggum lesendum.