Iðuferja 1946

Það er er verða tímakorn síðan ég bætti síðast inn nýju efni á þennan vef, en það á sínar skýringar, sem ég mun mögulega greina frá síðar.

Ég hef leitað töluvert að myndum af ferjustaðnum við Iðu og ekki haft erindi sem erfiði fyrr en ég fann þrjár myndir, sem Geir Zoëga, vegamálastjóri tók 1946. Myndirnar eru varðveittar á þjóðminjasafninu og ég fékk leyfi til að birta þær á þessum vef. Þær eru afar skýrar eftir að ég er búinn að lagfæra þær aðeins.

Ég er nú búinn að koma myndunum fyrir á vefnum á hentugum stað, þar sem fjallað er um aðdragandann að byggingu brúarinnar. Slóðin á síðuna sem geymir myndirnar.

Með því að smella á myndirnar má sjá þær stærri.