Örnefni og saga á janúardegi

Í dag kynni ég til sögunnar tvennt og hvort tveggja úr fórum Bjarna Harðarsonar, sem ólst upp í Lyngási hér í Laugarási og sem flestir sem þetta lesa, munu kannast við.

Í Árnesingi II (Árnesingur var eða er rit Sögufélags Árnesinga) árið 1992, birtist grein eftir Bjarna, sem bar heitið: Laugarás í Biskupstungum - örnefnaskrá Laugarásjarðar.

Í Árnesingi III, sem kom út 1994 birtist svo nokkurskonar framhaldsgrein undir heitinu Laugarás í Biskupstungum, þar sem Bjarni rekur sögu Laugaráss.

Bjarni veitti mér, fúslega, leyfi til að birta þessar greinar á vefnum og þangað eru þær nú komnar. Það sem ég hef bætt við, er aðallega myndefni eftir föngum, sem ég vona að geti orðið til nokkurrar aðstoðar lesendum.

Á myndinni sem fylgir má sjá tvær stúlkur sóla sig á baðströndinni í Launrétt sumarið 1962. Þarna eru þær Sigrún Skúladóttir frá Hveratúni og María Lovísa Einarsdóttir, sem var vinnukona í Hveratúni einhver sumur og þurfti þá væntanlega að takast á við ódæla sveina, meðal annarra verkefna.

Það er eðli veflægrar birtingar að henni má breyta til batnaðar. Ég hef því tekið þann pól í hæðina að skrá neðst á hverri síðu hvernær hún var síðast uppfærð, t.d. 01/2019 merkir að síðan er síðast uppfærð í þessum mánuði.

Bjarni hefur haft góð orð um að endurskoða og grafa dýpra í sögu Laugaráss í gegnum aldirnar og hver veit til hvers það kann að leiða.

SAGA OG ÖRNEFNI