VARMAGERÐI 1968

Austast í því landi sem síðar varð Varmagerði, kom faðir Sigmars Sigfússonar (sjá Sigmarshús), Sigfús Jónsson frá Laugum í Hraungerðishreppi, sér upp dvalaraðstöðu (Fúsaskúr), og var þar, en aldrei mun hafa komið til einhverrar formlegrar stofnuna býlis í kringum hana.

Hörður og Hjördís með börnum sínum, Kristni og Ragnhildi (mynd Stúdío Stund, tekin af Fb)

Hörður Magnússon (f. 25.07.1930, d. 11.07.2017) (“Jaxli”) og Hjördís Elinórsdóttir (f. 10.03.1929), stofnuðu þetta garðyrkjubýli og bjuggu þar til ársins 1984.

Áður en íbúðarhúsið var byggt bjuggu Hörður og Hjördís í Búrfelli, þar sem þau höfðu starfað í tengslum við virkjanaframkvæmdirnar. Þau fluttu síðan í Laugarás 1971 eða 1972 þegar búið var að byggja íbúðarhúsið, en það var ólíkt öðrum slíkum í þorpinu, að því leyti að sökkullinn var stillanlegur og þannig var ætlunin að bregðast við þegar húsið tæki að síga. 

Guðni og Inga (mynd af Fb)

1984 fluttu þau síðan á Selfoss. Börn þeirra eru: Kristinn Guðbrandur (f. 09.08.1955), býr í Reykjavík og  Ragnhildur H. (f. 19.11.1966), býr á Selfossi.

Guðni Þ. Ölversson (f. 07.02.1952) og Sigríður Inga Erlingsdóttir (f. 21.10.1953) keyptu stöðina af Herði og Hjördísi. Þau fluttu formlega frá Varmagerði 1991, en voru farin þaðan nokkru áður. Þau búa í Noregi. Einn son áttu þau, Ölver Árna (f. 18.05.1971).

Þóra og Erling (mynd af Fb)

Þóra og Erling (mynd af Fb)

Árið eftir að Guðni og Inga komu, fluttu foreldrar Ingu, Erling Kristjánsson (f.28.12.1933) og Þóra Júlíusdóttir (f. 24.11.1933) í íbúð á efri hæð aðstöðhúss í Varmagerði. Þar bjuggu þau þar til 1991 að þau fluttu í Mosfellsbæ og stöðin var seld. Dóttir þeirra, auk Sigríðar Ingu, er Sigrún (f. 20.09.1971)

Þegar Guðni og Inga hurfu á braut  réðu Erling og Þóra Sigurð Emil Ævarsson (f. 07.11.1962) og Halldóru Hinriksdóttur  (f. 06.05.1958) til starfa við garðyrkjuna og þau fluttu í íbúðarhúsið. 

Halldóra og Sigurður (mynd af Fb)

Halldóra og Sigurður fluttu burt þegar garðyrkjustöðin var seld. Þau búa í Hafnarfirði. Börn þeirra  eru: Hinrik Þór (f. 14.12.1982) sem býr í Svíþjóð og Bryndís Kolbrún (f. 16.04.1984), býr á Álftanesi, Margrét Freyja (f. 27.01.1988), býr í Hafnarfirði og Hafdís Arna (f. 05.05.1994) sem býr í Hafnarfirði. 



Geir og Rut (myndir af Fb)

Í stað Sigurðar og Halldóru komu Rut Guðmundsdóttir (16.06.1966) og Geir Guðmundsson (f. 06.01.1968), en þau stunduðu atvinnu annarsstaðar. Í húsinu voru þau til 1992, en þá fluttu þau í Reykholt.
Börn þeirra eru: Guðmundur Árni (f. 06.06.1990), býr í Reykjavík,  Þröstur (f. 14.07.1991), býr í Reykholti og Lilja Ósk (f. 22.01.1993), býr á Selfossi.

 

Aðalheiður og Skúli (mynd pms)

Þegar þarna var komið hafði hlutafélagið Varmagerði, keypt stöðina og haustið 1991 fluttu Skúli Sæland (f. 17.11.1966), frá Sólveigarstöðum og Aðalheiður Helgadóttir (f. 01.11.1968) í íbúðina í aðstöðuhúsinu, en þau fluttu síðan í íbúðarhúsið þegar Rut og Geir hurfu þaðan sumarið 1992.

Skúli og Aðalheiður voru síðan í Varmagerði til byrjunar árs 2005, en þá fluttu þau í Reykholt. Þau eiga 3 börn sem eru: Hjörtur Freyr Sæland (f. 23.09.1990), Ástrún Sæland (f. 13.04.1993) og Gústaf Sæland (f. 21.02.2000).


Mona og Magnús (mynd af Fb)

Mona og Magnús (mynd af Fb)

Magnús Ásbjörnsson frá Víðigerði, (f. 12.01.1968) og Mona Guttormsen (f. 15.05.1966)   störfuðu í Varmagerði og á Sólveigarstöðum frá 1993-1996 og bjuggu þann tíma í aðstöðuhúsinu í Varmagerði.



Árið 2006, keyptu þau Ólafur Sigurþór Björnsson (f. 10.04.1946) og Sigríður Ósk Jónsdóttir (f. 07.03.1960) býlið. Þau höfðu þar ekki fasta búsetu búsetu, en voru þó skráð þar með lögheimili. Gróðurhúsin sem stöðinni fylgdu hafa verið rifin. Um helgar á sumrum settu þau hjón upp lagersölu á skóm í gróðurhúsi sem stendur við Skálholtsveg, en Sigríður rak skóverslanir á höfuðborgarsvæðinu.

 

Land: 1.26 ha
Íbúðarhús 1971: 130 fm
Geymsla um 260 fm
Aðstöðuhús á tveim hæðum 1974: um 200 fm
Gróðurhús 1977: 88 fm

Uppfært 07/2022