ÁSHOLT 1962

Páll H. Dungal (mynd frá Kaju)

Páll H. Dungal (mynd frá Kaju)

Páll Halldórsson Dungal (f. 27.06.1937, d. 22.10.2015) og Hólmfríður Auðbjörg Sigurðardóttir (f. 31.08.1933)  stofnuðu  Ásholt 1962, en þau komu frá Sólheimum í Grímsnesi, nýgift. Þau fluttu á staðinn íveruhús í heilu lagi, en aldrei var byggt varanlegt íbúðarhús á landinu. Í  Ásholti var nær eingöngu stunduð útirækt á þeim tíma sem Páll var þar.

Jakob J. Havsteen (mynd af vef)

Jakob J. Havsteen (mynd af vef)

Páll og Hólmfríður skildu eftir 4 ár en hann var áfram í Ásholti til 1985. Þau eignuðust 3 börn, sem heita: Nanna Sigríður (f. 11.11.1962), Pálmi Albert (f. 24.02.1965) og Halldór (f. 23.05.1967).

Páll Dungal setti heilmikinn svip á Laugarás á sínum tíma. Hann fetaði ekkert endilega sömu slóð og margir aðrir.

Hreppsnefnd samþykkti árið 1991 að láta fjarlægja „húsið“ sem Páll hafði dvalið í, á kostnað þáverandi eiganda.

1987 keypti Jakob Jóhann Havsteen, lögmaður (f. 26.04.1941, d.02.09.2009) Ásholt  en hann gerði ekkert með landið eða byggingar.

Sólrún og Jóhann (myndir af fb)

Sólrún og Jóhann (myndir af fb)

Það var svo árið 1996 sem Jóhann Björn Óskarsson (Ásmýri) keypti af Jakob. Hann bjó þar fyrst einn, en frá 1999 ásamt Sólrúnu Héðinsdóttur. Þau byggðu 1100 m² gróðurhús undir plastdúk árið 2000. Stöðina ráku þau síðan til 2004, en byggðu íbúðarhús í Ásmýri sem þau fluttu í 2001.

Ingvar Örn Karlsson - Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
(myndir af Fb)

Ingvar Örn Karlsson (f. 09.06.1966) keypti Ásholt 2004 og 2013 flutti hann þangað ásamt Sólrúnu Lilju Ragnarsdóttur (f. 07.12.1987). Þau eiga soninn Úlfar Frank Skelli (f. 25.07.2013) og dótturina Rebekku Maríu Líf (f. 05.04.2018).

Frá 2018 býr Ingvar Örn Karlsson í Ásholti.

 

Land 1.4 ha
Íbúðarhús 1965: 73 fm.
Gróðurhús 1100 fm (ekki í notkun)

 

uppf. 07/2022