BIRKIFLÖT 1970

Sigurbjörg og Þröstur (mynd frá Kaju)

Sigurbjörg og Þröstur (mynd frá Kaju)

Árið 1970 fluttu Þröstur Leifsson (f. 29.12.1940) og Sigurbjörg G. Jóhannesdóttir (f.10.06.1945) í Laugarás og hófu uppbyggingu á Birkiflöt. Þau fluttu íbúðarhúsnæðið með sér og það hús er enn á upprunalegum stað, en ætla má að upprunalega hafi það verið hugsað til bráðabirgða. Þau hjón voru síðan á Birkiflöt til 1975. Þá fluttu þangað þau Sverrir og Karítas (sjá Ösp) með fjölskyldu sína og þau bjuggu þar, þar til þau fluttu í eigið húsnæði 1978.
Georg Franzson og Brynja Ragnarsdóttir (Traðir) ráku stöðina frá 1978-1980, en þá fluttu þau í íbúðarhús sem þau höfðu byggt í Vesturbyggð 5, jafnframt því sem þau höfðu byggt gróðurhús þar sem nú kallast Traðir.

Ríkarður og Hillbjörg (mynd af Fb)

Ríkarður og Hillbjörg (mynd af Fb)

1980 komu Þröstur og Sigurbjörg aftur á Birkiflöt og ráku stöðina til 1989, en þá fluttu þau endanlega burt. Þau búa nú í Kópavogi. Börn þeirra eru: Guðbjörn Þórir (f. 07.04.1963) sem býr í Danmörku, Birkir (f. 04.02.1966) býr á Hæli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Guðrún Björk (f. 28.07.1969) býr í Kópavogi,  og Sigurbjörn Leifur (f. 19.06.1977) býr í Noregi.

Ragnheiður og Gunnar með dóttursoninn Gunnar. (Mynd frá Ragnheiði)

Stöðin var leigð Guðmundi Sigurðssyni (f. 25.08.1948), sem einnig rak garðyrkjustöð í Áslandi á Flúðum, frá 1989 til hausts 1991.
Hillbjörg Helene Heggelund (f. 23.03.1968) og  Ríkharður Sverrisson (f.25.04.1965) ráku stöðina fyrir Guðmund frá haustinu 1989 til hausts 1991.  Hillbjörg starfaði síðan hjá nýjum eigendum um nokkurra mánaða skeið. Hún býr nú á Selfossi.

Ragnheiður Sigurþórsdóttir (28.09.1961) og Gunnar Sigurþórsson (f. 13.04.1959) keyptu Birkiflöt í desember 1992 og stöðin var í þeirra eigu til 2002. Á þeim tíma byggðu þau sér íbúðarhús í Bæjarholti 13 og fluttu í það 1999. Ragnheiður og Gunnar eignuðust 3 börn:  Kristrún Harpa (f. 26.06.1984), hún býr í Hafnarfirði, Gunnar Karl (f. 02.11.1986, d. 30.09.2004) og Sigrún Kristín (f. 01.07.1988), hún býr í Noregi. Ragnheiður og Gunnar hafa búið í Noregi frá því þau fluttu, en þaðan komu þau að Birkiflöt.

María Ýr (mynd af Fb)

María Ýr (mynd af Fb)


2002 keyptu þau Ómar Sævarsson og Sigurlaug Angantýsdóttir (sjá. Heiðmörk og Bæjarholt) stöðina, en þau búa í Heiðmörk. Þau ráku Birkiflöt til ársins 2015 en þá keyptu Guðmundur Daði Pétursson (f. 27.09.1955) og Herdís Hrönn Gísladóttir (f. 27.09.1963), en þau eru búsett í Hafnarfirði. Dóttir þeirra, María Ýr (f. 15.04.1987)  býr á Birkiflöt og rekur stöðina. Með henni er dóttir hennar Herdís Lilian Jensen (f. 16.01.2007).

 

 

Land: um 1.3 ha
Íbúðarhús 1972: 119 fm
Gróðurhús um 2700 fm

Uppfært 11/2018